Breytingaskrá

26. september 2024

  • Ný gildi á áskriftum sem gefa til kynna hvort áskrift sé komin í uppsögn, cancelled og cancel_date.

  • Lagað misræmi í Swagger skjölun miðað við raunveruleg svör frá vefþjónustunni.

3. september 2024

  • Röðun möguleg í endapunktinum /api/subscriptions.

18. apríl 2024

  • Nýr endapunktur /api/webhooks/ sem leyfir að búa til og vinna með vefkróka sem senda tilkynningar um ýmsa atburði sem gerast í Áskeli.

28. febrúar 2024

  • Nýr endapunktur /api/hello/ sem staðfestir að vefþjónustan virkar og er hægt að nota til prófana.

  • amount og discount virka nú sem valkvæmar breytur þegar áskrift er bætt á viðskiptavin undir /api/customers/{reference}/subscriptions/add/

5. janúar 2024

  • Skjölun í Swagger lagfærð. Bætt við GET á staka greiðslu á slóðinni https://askell.is/api/payments/{uuid}/.

7. desember 2023

  • Nú er hægt að takmarka úttakið sem listi yfir áskriftir skilar með því að setja breytuna ?type=light í URL. Við þetta er minna af upplýsingum um tengdan viðskiptavin og færslusögu sótt og hentar betur til að sækja stóran lista af áskriftum til að vinna með síðar og sækja meiri upplýsingar fyrir einstakar áskriftir ef þarf.

2. desember 2023

  • Nýr valmöguleiki þegar listi yfir áskriftir eða viðskiptavini er sóttur. Hægt er að setja breytuna ?page_size=100 í URL til að fá 100 færslur í einu. Við þetta breytist úttakið frá því að vera listi af færslum yfir í að vera listi af færslum í results, fjölda færslna í count og slóðir á næstu og fyrri síðu í next og previous. Hámarks stærð á síðu er 1000 færslur.