3D Secure
Sumir færsluhirðar gera þá kröfu að 3D secure sé notað og reynir Áskell að gera það eins einfalt í notkun og hægt er. Það eru þó nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar verið er að nota Áskel með 3D secure færsluhirði. Þeir færsluhirðar sem eru 3D secure í Áskeli í dag eru Saltpay og Valitorpay.
Ferlið virkar í grófum dráttum svona:
Þegar taka á við greiðslukorti þarf að búa til nýtt
TemporaryPaymentMethod
með því að kalla íPOST /api/temporarypaymentmethod/
. Svarið frá Áskeli inniheldur þá tvær breytur,token
ogcard_verification_url
.Sýna þarf notandanum iframe eða modal glugga með
card_verification_url
til þess að viðkomandi geti slegið inn kóðann sem kemur t.d. í SMS skilaboðum frá útgefanda kortsins.Á sama tíma þarf að byrja að athuga stöðu á
token
með því að kalla íGET /api/temporarypaymentmethod/{token}/
. Gildar stöður eruinitial
tokencreated
failed
Þegar stöðunni
tokencreated
er náð má loka eða fela iframe eða modal glugga.Að lokum eru tveir valmöguleikar í boði til þess að staðfesta greiðslukortið svo hægt sé að skuldfæra á það.
Bæta kortinu við viðskiptavin sem er til.
Í þessu tilfelli er notast við vefþjónustuna
POST /api/customers/paymentmethod/
Stofna nýja áskrift á viðskiptavin.
Hérna er notast við vefþjónustuna
POST /api/subscriptions/multi/